Fyrsta ferð sumarið 2021
Á Hvítasunnuhelginni var farin fyrsta ferð sumarsins 2021. Margir voru þá orðnir spenntir að hitta ferðafélagana enda voru margir mánuðir síðan síðasti hittingur var. Kleppsjárnsreykir var staðurinn og tóku gestgjafar Hverins þau Kristín og Birgir vel á móti okkur. Þau lánuðu okkur sal, sem kom sér vel á kvöldin. Það voru 28 vagnar með 52 áhafnarmeðlimum skráðir í ferðina og var sérlega ánægjulegt að nýir félagar, sem gengu í félagið á síðustu dögum voru þar á meðal.
Á föstudagskvöldið var spilakvöld og spreyttu menn sig á Félagsvist. Sumir fengu færri stig en aðrir en Dóra nr. 8 bar sigur úr býtum. Að venju tóku allir á sig náðir fyrir miðnætti og vöknuðu síðan kátir og hressir á laugardagsmorgun. Spjall og sólbað (í skjóli) fram eftir degi en um kaffileytið var skroppið í skoðunarferð í bjórverksmiðjuna Steðja. Þar var smakkaður bjór og annar Öldusafi.
Um kvöldið settust spenntir Íslendingar fyrir framan sjónvarpið og biðu eftir að Daði og Gagnamagnið sigruðu Eurovision og í heilar 15 sekúndur voru þau í fyrsta sæti en enduðu í því fjórða, sem var glæsilegur árangur. Ýmsar tilfæringar þurfti að gera til að allir gætu séð á sjónvarpið m.a. setja stól undir það uppi á borði.
Á Hvítasunnudag var Pálínukaffi og að venju svignaði borðið unda veitingum sem allir gerðu góðs skil. Um kvöldið var spilað Bingo og Snorri sagði sögur. Á annan í Hvítasunnu fóru allir að tygja sig til heimferðar enda spáði hann rigningu.
Í þessari fyrstu ferð vorum við heppin með veður, sólríkt en golan var köld og fór niður undir frostmark á næturnar.
Ferðanefnd og stjórn þakkar fyrir öllum sem tóku þátt góða og skemmtilega Hvítasunnuhelgi. Þangað til næst........