Skip to main content

Félagið

Um félagið
Stjórn félagsins skipa:
Embætti Nafn Nr. Sími
Formaður: Þóra Guðnadóttir  11 821 6248
Varaformaður: Snorri Ársælsson 49 692 5228
Ritari: Anna Björnsdóttir 53 868 8138
Gjaldkeri: Jóhanna Rögnvaldsdóttir 119  8956976
Varamaður í stjórn:  Hjálmtýr Guðmundsson 77  777 6625
Nefndir

Skemmtinefnd:

Þóra Ösp Magnúsdóttir nr 60

Ólína Sigurðardóttir nr 59

Ferðanefnd:

Haraldur Jón Ásgeirsson nr 60

Eðvald Magnússon nr 135

Einar Víglundsson nr 119

Úrskurðaraðili:

Brynjólfur Magnússon Nr 15        sími: 869 3391

 

 Skoðun reikninga:

Fríður Guðmundsdóttir Nr 133

 

Lög félagsins

Húsvagnafélag Íslands (kt. 420201-4430)

1.  gr.  Nafn félagsins

Nafnfélagsins er Húsvagnafélag Íslands.  Heimili þess og varnarþings er hið sama ogformanns hverju sinni.

2. gr. Markmið

a)       Að ferðast innan lands og utan.

b)       Að standa vörð um hagsmuni félagsmanna.

c)        Að efla innbyrðis samstöðu og kynnimeðal félaganna.

d)       Að stuðla að landkynningu innanfélagsins og góðri umgengni  um landið.

e)       Að efla samstöðu og kynni milli annarrasambærilegra félaga,  innan lands semutan.

3.gr. Starfsár, aðalfundir og félagsgjöld

a)    Aðalfundur er æðsta vald félagsins og stjórn stýrir félaginu milli aðalfunda

b)   Starfsár félagsins skal vera almanaksárið 1. janúar -31. desember. 

c)    Aðalfund skal halda fyrir lok mars ár hvert. 

d)   Aðalfund skal boða skriflega,  með minnst 10 daga og mest 20 daga fyrirvara.

e)   Aðalfundur ákveður félagsgjöld.

4.gr. Félagsmenn, réttindi og skyldur

Hámarksfjöldi húsvagna (númera) í félaginu er 150. Allir geta orðið félagar uns hámarks fjölda  er náð. Félagar hafa málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi á fundum svo og atkvæðisrétt. Sjá nánar í5. grein.

Þeir félagsmenn, sem ekki eiga húsvagn tímabundið eða húsvagn skráðan á Íslandi,  halda réttindum  ef þeir kjósa að vera áfram í félaginu,  enda greiði þeir þá félagsgjöld. Almennafélagsfundi skal boða þegar stjórn þykir ástæða til eða ef 1/10 félagsnúmera óskar þess með a.m.k. 14 daga fyrirvara.

5. gr. Atkvæðavægi.

Hverju félagsnúmeri fylgja 2 atkvæði.

6. gr. Félagar eru skuldbundnir til að

a)  Fylgja lögum félagsins og fundarsamþykktum.

b)  Greiða félagsgjöld á tilsettum tíma.

c)   Fjarlægja merki félagsins af vögnum við söluþeirra.

d)  Láta fjarlægja rás félagsins úr VHF talstöðsinni ef þeir hætta í félaginu.

e)  Tilkynna stjórn um breytingar áheimilisföngum, símanúmerum,   netföngumog vagnaskiptum.

f)   Tilkynna stjórn félagsins,  ef þeir hyggjast hætta í félaginu.

7. gr. Stjórn  tekur á málum sem varða brot félaga álögum   og reglum félagsins.

Kjósa skaleinn mann á aðalfundi,  sem taki á málum efþau varða brot stjórnarmanns á sömu reglum.

Stjórnfélagsins er heimilt að víkja félagsmanni úr félaginu ef hann:

a)  Á einhvern hátt vinnur gegnhagsmunum félagsins.

b)  Gerist brotlegur við lögfélagsins.

c)   Greiðir ekki félagsgjöld áeindaga

Félagsmanni sem víkur úr félaginusamkvæmt c lið er óheimilt að taka þátt í atburðum félagsins eftir eindagafélagsgjalds. Úrsögn tekur gildi á næsta aðalfundi. Hann skal jafnframtfjarlægja merki félagsins af  vagni sínumog  láta fjarlægja rás félagsins úr VHFtalstöð sinni.

d)  Ákvörðun stjórnar má skjótatil aðalfundar.

8. gr. Stjórn félagsins og skoðunarmennreikninga.

 Stjórn Félagsins skal skipuð formanni,varaformanni, gjaldkera og ritara og 1 varamanni.

Kosið skal sérstakalega í hvert embætti til 1 árs.  Gefi fleiri en 1 kost á sér tilstjórnarstarfa í eitthvert embætti,  skalkosið leynilegri kosningu á milli þeirra sem bjóða sig fram. Varamenn skulu boðaðir á stjórnarfundi og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt,  en ekki atkvæðisrétt,  nema þeir sitji fundi sem staðgenglar.   Skoðunarmaður reikninga skal kosinn á aðalfundi og einn til vara.

9. gr. Fastanefndir.

a)  Skemmtinefnd sér um viðburði og skemmtanir hverskonar  meðal annars á fundum og ferðalögum.

b)   Ferðanefnd kemur með tillögur að sameiginlegumferðum félagsmanna og sér um tilhögun þeirra og fræðslu um/eða í ferðum ísamráði við stjórn félagsins.

Þrír félagar sitja í hvorri nefnd.  Formaður hvorrar nefndar er kosinn á aðalfundi til eins árs í senn.  Hann velur með sér tvo félaga í nefndina. 

Nefndir vinna ávalt í samráði við stjórn sem ætíð hefur æðstu stjórn milli aðalfunda.

10.   gr. Dagskrá aðalfunda.

1)       Fundur settur.

2)       Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3)       Skýrsla stjórnar.

4)       Ársreikningar.

5)       Umræður um skýrslu stjórnar og reikningafélagsins.

6)       Ákvörðun félags- og inntökugjalda næstaárs.

7)       Lagabreytingar

8)       Kosning stjórnar

9)       Kosning nefnda.

10)    Önnur mál.

11)    Fundi slitið.

Fundarstjóraer heimilt að gera fundarhlé,  sé þessþörf.

11. gr. Starfssvið formanns:

Formaður er fulltrúi og ábyrgðarmaður félagsins út á við og undirritar bréf í nafni félagsins, hafi ekki öðrum verið veitt umboð til þess.

Formaðurboðar til funda félagsins, semur dagskrá þeirra og stýrir þeim.

Formanni er heimilt að skipa fundarstjóra á fundum félagsins,  enda ber hann ábyrgð á fundarstjórn og framgangi funda.

Formaður hefur eftirlit með allri starfsemi félagsins og sér um að lögum þess og samþykktum sé framfylgt, í samráði við stjórn.

Formaður og stjórn hans bera sameiginlega ábyrgð á félagaskrá og sjá um að hún sé uppfærðreglulega.

12    gr. Starfssvið stjórnarmanna:

Ritari gætir þess að fundargerðir félagsins séu ritaðar samkvæmt lögum og þeim reglum er umþær gilda. Í fundargerðarbók skal skrá eftirfarandi:

1.  Hvar og hvenær fundurinn er haldinn..

2.  Tegund fundar, hver stýrir honum og hver ritar fundargerð.

3.  Dagskráratriði, stutta lýsingu á dagskrárliðum og gögnum fundarins.

4.  Ákvarðanir sem teknar eru og atkvæðagreiðslur, ef til þeirra kemur.

5.  Sérstakar bókanir ef óskað er.

6.  Upphaf og lok fundartíma.

Ritara er ekki heimilt að neita mönnum um bókanir á fundum félagsins.

Heimilt er ritara að hljóðrita fundi og færa fundargerð til bókar að þeim loknum,  enda viti fundarmenn fyrirfram umhljóðritunina.

Ritari og stjórn rita nöfn sín undir fundargerðir. Fundargerðir félagsfunda séu aðgengileg fyrir félagsmenn.

Gjaldkeri er prókúruhafi félagsins. Hann sér um allar fjárreiður félagsins, innheimtufélagsgjalda og greiðslu reikninga, fyrir útgjöldum sem stjórn hefur samþykkt.

Gjaldkeri skilar endurskoðuðum reikningum félagsins á aðalfundi og veitir stjórnupplýsingar um fjárreiður félagsins,  sé þess óskað.

Stjórnin sérum að ávalt séu til nægar byrgðir af merkjum og fánum félagsins,  svo og að útvega aðra sérmerkta hluti, svosem húfur og barmmerki.

Stjórninkemur upplýsingum til félagsmanna á vef félagsins.

Varamenngegna störfum í forföllum stjórnarmanna og aðstoða þá eftir þörfum sé þessóskað.

13. gr. Stjórnarlaun.

Stjórnfélagsins þiggur ekki laun fyrir störf sín, en er undanþegin greiðslufélagsgjalda.

14. gr. Lagabreytingar.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi,  með samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Tillögur tillagabreytinga,  þurfa að vera skriflegar og hafa borist stjórn félagsins fyrir aðalfundarboð.

15. gr. Félagið lagt niður.

Félagið skallagt niður, ef 3/4 greiddra atkvæða á aðalfundi samþykkja tillögu þess efnis.

Verði félagið lagt niður,  skulu eignir þess ogsjóðir renna til skógræktar á Íslandi.

16. gr. Gildistaka laga.

Lög þessi taka þegar gildi, er þau hafa hlotið samþykki 2/3 hluta löglega greiddra atkvæða á aðalfundi félagsins.

Tilgangur félagsins er að skipuleggja hópferðir félaganna og greiða götu þeirra á ýmsa vegu, svo sem útvega afslætti á hinni ýmsu þjónustu innanlands og utan.

Félagar í Húsvagnafélagi Íslands eru víðsvegar að af landinu.

Þetta er lífsglatt fólk sem skemmtir sér vel á ferðalögum en ber jafnframt virðingu fyrir umhverfinu.

Við vonum að vefurinn nái að lýsa þessum frábæra félagsskap og hvetjum fólk til að senda okkur línu í gestabókinni.


Allar ábendingar eru vel þegnar.