Skip to main content

Sumarið kemur

Kæru félagar!

Það er öruggt að sumarið kemur!

sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi um daginn. Annað vildi hann ekki segja um sumarið en við í Húsvagnafélaginu lítum björtum augum móti hækkandi sól og ferðum okkar um landið.

Við höfum samt ekki þorað að ákveða fullkomlega hvernig ferðirnar verða en erum opin fyrir að þið komið með hugmyndir ykkar.

Árgjaldið

Greiða má árgjald kr 4500 krónur inn á reikning félagsins 0541 26 554 og kt. er 420201 4430.  Í byrjun mars verða ógreidd félagsgjöld rukkuð í gegnum banka og bætist þá viðbótarkostnaður frá bankanum.

Ný heimasíða og félagatal

Ný heimasíða fór í loftið á 20 ára afmæli félagsins 2. febrúar s.l. og hefur ritarinn okkar, hún Anna verið feikna dugleg að koma félagatalinu inn og leiðbeiningar um hvernig þið getið skoðað það hafa verið sendar til ykkar.

Aðgangur að félagatalinu er lokaður fyrir aðra en félagsmenn og ekki má deila aðgangsorðinu til annarra.

Ef þið lendið í vandræðum með að komast inn þá megið þið hringja í okkur Önnu og við leiðum ykkur áfram.

Ég vil hvetja ykkur til að senda myndir í félagatalið, sem og ef breytingar hafa orðið á ferðavögnum, heimilisföngum eða öðrum upplýsingum.

Stefnt er að því að prenta félagatal með vorinu og þá verða upplýsingar ykkar að vera réttar

Nýtt netfang hjá félaginu er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

husvagn

  • Skrifað .