Skip to main content

Fordæmalaust ár

Í vor var talað um fordæmalausa tíma en ég held að við getum farið að kalla árið 2020 fordæmalaust ár. Samkomubann gerði það að verkum að við urðum að hætta við síðustu ferðina í sumar og fella niður aðalfundinn í september.
Stjórnin og nefndir sitja því áfram enn um sinn þar til að við getur farið að hittast.
Ekki hefur ekki verið hægt að blása til kaffihittings í haust en á nýju ári vonum við að ástandið lagist og í febrúar 2021 verður félagið 20 ára og við stefnum að því að halda uppá það með pomp og prakt.
Ég vona að þú og fjölskylda þín séuð við góða líðan og óska ykkur öllum alls góðs.

  • Skrifað .