Skip to main content

Stóra ferðin!

Þann 11. júlí hittust félagar á Stokkseyri, sem fyrsta stopp í stóru ferðinni um Suðurland. Nokkrir voru þó mættir strax á laugardeginum.

Á mánudag var lagt af stað á Hvolsvöll. Þegar þangað var komið var slegið upp vöffluveislu og þá sannaðist máltækið að þröngt mega sáttir sitja/standa. Rigning var úti og allir hópuðust í litla þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu og gerðu vöfflunum góð skil.

Snemma á þriðjudagsmorgun var farið að Landeyjarhöfn og hraustir sjófarendur lögðu leið sína með Herjólfi til Vesmannaeyja.

Herjólfur

Sjófarendur

Þar tók á móti okkur Einar Steingrímsson félagi okkar með 50 manna rútu. Veðrið lék við okkur í Eyjum, hlýtt og bjart. Farið var um alla Eyjuna og miðlaði Einar okkur af sögum, viðburðum og sýndi okkur helstu staði Heimaeyjar.

Hádegisverður var snæddur á Tanganum ogvoru allir ánægðir með matinn, súpu, salat og brauð.

Tanginn 2

Eftir matinn var farið í Eldheima, safn sem byggt var í minningu gossins 1973. Þykir safnið afar merkilegt um þennan viðburð sem varð 23. janúar 1973.

eldheimar   

Eldheimar 2       

Eftir eldheima var haldið áfram í skoðunarferðinni og m. a. nýja sjóminjasafnið sem Þórður Rafn Sigurðsson (Rabbi) á heiðurinn af en hann hefur safnað munum tengdum sjó og sjómennsku í hartnær 40 ár.  Safnið telur nú um 700 safnmuni og bátalíkön. 

sjómynjasafn

Farið var í Kaffi á Gott og nokkrar konur sáu sér leik á borði að skreppa í búðir.

Um kvöldið flutti Herjólfur okkur aftur í Landeyjarhöfn og ekið var til baka á Hvolsvöll. Einar Steingímsson félagi okkar á heiður skilinn fyrir skemmtilegan dag í Vestmannaeyjum.

Daginn eftir fóru sumir á Klaustur en vindaspá var ekki góð svo aðrir biðu á Hvolvelli eftir að vind lægði.

Fimmtudaginn 15. júlí söfnuðust allir saman við félagsheimilið Efri Ey í Meðallandi. Seinnipartinn var kveikt í grillkolum og veislumatur í boði félagsins undirbúinn. Grilluð lambalæri, kartöflur og annað sem tilheyrir veislumáltíð.

grill

Eftir matinn var spilað og sungið. Sagðar sögur að ógleymdu drætti í baukahappdrættinu. Fengu sumir bjór í vinning en aðrir malt eða grænar baunir í bauk.

Kvöldvaka Efri Ey

Á föstudagsmorgun var ferðinni formlega slitið en nokkrir félagar héldu áfram austur á meðan aðrir þurftu að ljúka ferðinni og fara suður. Einnig fóru nokkrir á Klaustur og urðu þar veðurtepptir í nokkra daga enda rúmlega 20° hita og glampandi sól.

Í þessari ferð tóku þátt alls 28 ferðavagnar og rúmlega 50 manns. Veðrið var allavega, sól, rigning, rok, logn og hiti. Við búum á Íslandi og getum alltaf reitt okkur á fjölbreytt veður og þó alltaf sé gott að veðrið sé gott þá er félagsskapurinn alltaf bestur.

Hafið þökk allir sem tóku þátt í að gera þessa ferð jafn góða og hún varð.