Skip to main content

Stóra ferðin um norður og austurland 5.-12. júlí 2024

Ferðin hefst á Hvammstanga föstudaginn 5. júlí og líkur föstudaginn 12. júlí í Fljótsdal

191516036 1354588991589862 5890482395644485309 n
Á hverjum morgni kl. 11 áður en lagt er af stað verða að venju haldnir stuttir fundir með
ferðanefnd þar sem farið verður yfir verkefni dagsins.
Föstudagur. Hvammstangi
Laugardagur. Frá Hvammstanga til Dalvíkur. 219 km ( Útilegukort )
Sunnudagur. Gist tvær nætur á Dalvík
Mánudagur. Frá Dalvík að Heiðarbæ. Aka þjóðveg 854 framhjá Grenjaðarstað. ca 112 km
Þriðjudagur. Frá Heiðarbæ að Möðrudalur ca 107 km. ( Útilegukort )
Miðvikudagur. Frá Möðrudal að Fljótsgrund í Fljótsdal. Ekið vestan við Lagarfljótið.
Möðrudalur – Fljótsgrund ca 140 km.
Tjaldsvæðið er á sömu lóð og Félagsheimilið Végarður í Fljótsdal.
Tjaldsvæðið er við rætur hins stórbrotna Valþjófsstaðafjalls og Fljótsdalsheiðar þar sem
Snæfellið trónir sem drottning. Einnig er Hengifoss, Skriðuklaustur og
Snæfellsstofa/Vatnajökulsþjóðgarður nálægt. Í nágrenni er Valþjófsstaðakirkja þar sem hurðin
fagra er.
Fimmtudagur. Slaka á eða fara í skoðunarferðir á eigin vegum um nærumhverfið td.
keyra upp að Kárahnjúkastíflu eða skoða Óbyggðasetrið sem er er einstakur staður þar sem
boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu og fræðslu tengda óbyggðum Austurlands.
Grillað og gaman um kvöldið.
Föstudagur. Slútt.
Verð fyrir manni er kr. 5000 kr. Innifalið vöfflukaffi á Dalvík og veislumáltíð síðasta
kvöldið.
Auk þess greiðir hver og einn fyrir tjaldstæði, rafmagn og gistináttargjald.

  • Skrifað .