Skip to main content

Það líður á sumarið!

Ekki hefur viðrað neitt sérstaklega vel það sem af er sumri. Húsvagnafélagar hafa þó verið duglegir að ferðast vítt og breitt um landið. Nokkur breyting hefur orðið á sumum tjaldsvæðum í sumar, sem er að fólk hefur getur pantað og borgað fyrirfram fyrir stæði. Það þýðir að stundum er erfitt að panta stæði fyrir hópa nema að gisting sé greidd við pöntun. Flestir sem ferðast mikið kaupa útilegukortið en það gildir þó bara á takmörkuðum tjaldsvæðum. Sum tjaldsvæði gefa félögum afslátt eins og t.d. Hvolsvöllur er með 2 fyrir 1, Kleppjárnsreykir eru með þriðju nóttina fría, tjaldsvæðið Mánárbakka á Tjörnesi rukkar Húsvagnafélaga um 1000 kr, nóttina,  Tjaldsvæðið við Faxa rukkar fyrir fullorðna: 1.300 kr Elli og örorkulífeyrisþegar: 1000 kr nóttina. Svona mætti telja áfram en það er um að gera að spyrja tjaldvörðinn um afslátt þegar komið er á stæði.

Stóra ferðin sem fyrirhuguð er í júlí hefur aðeins breyst og í stað þess að byrja á föstudagskvöldi hittumst við að morgni sunnudags 11. júlí á Stokkseyri. Mikill áhugi er á því að fara dagsferð til Vestmannaeyja og eini daginn þessa vikuna var þá að nota þriðjudaginn. Annars var bara erfitt að fá far með Herjólfi fyrir hópinn.  Nánari dagskrá ferðarinnar verður birt fljótlega.

Sumarkveðjur til allra með von um að hlýnandi veður sé framundan!

191516036 1354588991589862 5890482395644485309 n

 

 

  • Skrifað .